Í gærkvöldi fórum við á kynningarfund hjá Kaupmannahafnardeild AIESEC til að kynnast starfsemi samtakanna og sjá hvaða kröfur við þyrftum að uppfylla til að sækja um starf í gegnum þau. Við fengum frábærar móttökur, fullt af fræðslu og fyrirlestur frá einum sem hafði farið til Malasíu og unnið hjá þarlendu fyrirtæki í 11 mánuði.
Þetta var allt með hinu fjölþjóðlegasta sniði því þarna var fólk frá Brasilíu, Hvíta-Rússlandi, Belgíu, Frakklandi og konan sem stjórnaði kynningunni var dönsk en talaði ensku með áströlskum hreim. Vart þarf að nefna að tveir Íslendingar voru viðstaddir.
Á fundinum kom í ljós að viðskiptafræðingar eru mjög eftirsóttir af fyrirtækjum sem eru í samstarfi við AIESEC og virðast mannfræðingar ekki síður vel staddir. Þetta kemur sér einkar vel fyrir okkur þar sem ég er menntaður í tilfinningagreind rostunga frá Finnlandi og Ásdís er útskrifuð frá enskum sósugerðarskóla. Þar vorum við heppin!
2 ummæli:
Tilfinningagreind rostunga og sósugerð! Hahaha :-)
Þú átt svo fyndinn bróður!
Skrifa ummæli