Ég held að óhætt sé að segja að skjótt skipist veður í lofti. Fyrir rétt rúmri viku var ég varla komin af stað með meistararitgerðina en í dag er ég komin með drög að þremur köflum. Þá er ég líka búin að gera beinagrind að ritgerðinni og senda hana á leiðbeinandann. Það virkar greinilega vel að setja sér ákveðinn dag til að byrja, því þá byrjar maður nefnilega.
Ég er að plana að klára uppkastið að köflum 4 og 5 fyrir lok mánaðar, í byrjun næsta mánaðar stefni ég síðan á að hefja greiningu á viðtölunum. Ég er með ein sjö viðtöl til greiningar svo það ætti að taka sinn tíma. Ef ég hins vegar tek mið af því hve snögg ég var að hræra í þrjá kaflaræfla ætti mér að sækjast þetta vel.
Kannski ritgerðin verði eftir allt saman ekki þessi óyfirstíganlega og erfiða þrekraun sem ég hef gert mér í hugarlund.
2 ummæli:
Eða bara Colin Firth hafi þessi áhrif :) Mér dettur bara í hug máladeildarbekkir þegar ég heyri minnst á Pride & Predjuctice frá BBC. Hef líka þrjóskast endalaust við að sjá þá, af þeirri ástæðu ;)
P.s. Þessi ritgerð er náttúrulega bara Grýla eins og samræmduprófin... ekkert svo hræðileg þegar á hólminn er komið
HAHAHA jú ætli þú hafir ekki hitt naglann á höfuðið með áhrif Colin Firth :0) Nú neyðist ég til að horfa á þættina í hverri viku til að halda dampi, þvílík pína ;)
P.s. Takk fyrir ritgerðarpepp!
Skrifa ummæli