Er það ekki svolítið kaldhæðið að daginn sem klukkan er færð yfir á sumartíma byrjar að snjóa? En við erum þó með á hreinu að það er kominn sumartími og því betur með á nótunum en þegar vetrartíminn skall á. Nú erum við sem sagt tveimur tímum á undan þeim sem eru á klakanum.
Annars hellti ég í fyrsta sinn upp á kaffi í hellukönnu/mokkakönnu í dag. Það var reyndar ekki fyrir mig heldur vildi ég koma Baldri á óvart. Ég verð nú að viðurkenna að ég var pínu skelfd þegar ég stóð við eldavélina og fylgdist með kaffinu bruggast. Ég hélt meira að segja á viskustykki sem ætlað var að verja mig ef eitthvað kæmi upp á, t.d. ef kannan tæki upp á því að springa í loft upp. Annað eins hefur nú gerst.
3 ummæli:
Segðu!
http://ingivaldur.blog.lemonde.fr/ingivaldur/2006/01/startijenn_ar_c_1.html
ó ég sá ekki hypertextann - hann er eins á litinn... hreinsið út úr fyrri ummælum... merci!
Maður er svoddan dekurrófa :o)
Skrifa ummæli