þriðjudagur, 11. apríl 2006

Ég hringi af netinu

Í dag tókst okkur í fyrsta sinn að kaupa inneign í Skype, sem þýðir að hægt er að hringja í venjulega síma af netinu.

Við biðum ekki boðanna heldur nýttum okkur strax tæknina til að hringja nokkur símtöl, þar á meðal eitt í stofnun á Íslandi og eitt í heimasíma í Svíþjóð. Samanlagt kostuðu þessi alþjóðlegu símtöl okkur nokkra Evru aura, sem sagt hræódýrt.

Skemmtilegast finnst mér samt að hugsa til þess að hringja í einhvern sem síðan spyr úr hvaða síma maður hringi. Þá getur maður nefnilega sagt: Ég hringi af netinu.

Engin ummæli: