laugardagur, 15. júlí 2006

Ný myndavél

Fyrir fyrstu hýru sumarsins keyptum við skötuhjú nýja myndavél og kvöddum gömlu og góðu Sony Cyber-shot DCS-P30. Ég get ekki sagt að það hafi verið tregablandin kveðjustund því nýja vélin er svo miklu, miklu, miklu flottari.

Við keyptum Casio Exilium með 10,1 mega pixlum sem dugir til að prenta út dágott plaggat. Í þokkabót er vélin með fjórum sinnum stærri skjá en sú gamla en á sama tíma helmingi minni um sig, hefur rúmlega 80 sinnum meira minni og tekur upp myndskeið með hljóði. Já, sko gamla okkar var nefnilega keypt fyrir fimm árum og þá þótti flott að geta tekið upp myndskeið á myndavél yfir höfuð.

Ekki spillir að við fengum myndvélina nokkurn veginn eins ódýrt og hægt er. Við vorum búin að panta hana hjá El Giganten (eða Elko upp á íslensku) en fengum síðan þær upplýsingar hjá myndavélasérfræðingunum að hægt væri að fá myndavélina töluvert ódýrari í Kamerahuset.

Við gátum ómögulega verið þekkt fyrir að borga of mikið enda slagorð El Giganten eitthvað á þá leið að slíkt sé heimskulegt. Við afpöntuðum því vélina hjá El Giganten og fengum seinustu vélina hjá Kamerahuset. Brosa!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýju myndavélina!

Nafnlaus sagði...

Til lukku með myndavélina. Hlakka til að sjá gripinn og afraksturinn.

Nafnlaus sagði...

Hæ!

Brilliant blogg hjá ykkur! Gaman að lesa um allt það sem þið eruð að gera. Lífið virðist leika við ykkur í Köben :-) Ég er spennt að fylgjast með Asíudvölinni.

Sjálf er ég í Afríku að vinna fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Sendi mínar bestu kveðjur frá Kampala í Úganda :-)

Dögg