þriðjudagur, 8. ágúst 2006

Klemmufræðarinn

Ég var á leiðinni í þvottahúsið áðan til að hengja upp þvott og sá þá eina lausa klemmu á skrifborðinu. Vitaskuld velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að kippa henni ofan í klemmukörfuna á þeim forsendum að það væri of típískt að vera búin að hengja upp allan þvottinn en vanta síðan aðeins eina klemmu fyrir eitt horn af handklæði. Þá myndi ég álasa sjálfri mér fyrir að hafa ekki kippt henni með. Svo ég kippti henni með.

Það kom síðan aldrei til þessara aðstæðna, þvotturinn var hvortsemer orðinn þurr svo ég gat endurnýtt klemmurnar. Við vitum hins vegar öll að hefði ég ekki kippt henni með hefði þvotturinn ekki verið búinn að þorna mér svona í vil, það er bara náttúrulögmál.

Vissuð þið annars að klemmur í Hollandi eru kneppe? Það finnst Dönum fyndið.

Engin ummæli: