Þegar ég hlusta á 100 FM - sem er á sömu bylgjulengd og Bylgjan eða Léttan heima - heyri ég reglulega lagið One Night in Bangkok. Þar sem ég hafði aldrei heyrt það fyrr en á þessari stöð í sumar gerði ég ráð fyrir að um nýtt lag væri að ræða sem sæti á vinsældalistum um allan heim. Ég er ferleg þegar kemur að því að lýsa tónlist svo ég læt það eiga sig og segi bara að lagið hljómaði 21. aldarlegt fyrir mér.
Svo komst ég náttúrulega að því að það var vinsælt á 9. áratugnum (rétt eins og öll meistaraverk tónlistarsögunnar) og þá varð ég pínu lúpuleg og varð að viðurkenna að ég kann ekki skil á tónlist þess tíma og samtímans.
Mér finnst lagið samt enn þrusugott og hækka alltaf þegar það er spilað á FM 100. Í dag var það spilað þegar við Tine vorum að smide flis på beder við Sjælør Boulevard og þá fór um mig tilhlökkunarstraumur. Einhvern tímann á næsta ári get ég sungið af innlifun og meint það: One Night in Bangkok. Íh, það verður gaman.
1 ummæli:
Níundi áratugurinn var áratugur smella og þetta er sannarlega einn af þeim! Ég fíla þetta lag líka í ræmur og finnst það sérstaklega gott þegar ég er að byrja að læra heima, hlusta einu sinni á þetta og ég er heldur betur kominn í gír :)
Skrifa ummæli