Maður er alltaf að læra betur og betur hvað Auroville hefur upp á að bjóða. Í þetta sinn höfum við uppgötvað Quiet Healing Center, þar sem boðið er upp á ýmiss konar heilun, nudd og slökun.
Watsu prófuðum við fyrst og kolféllum fyrir. Watsu er nokkurs konar vatnsslökun og nudd sem fer að öllu leyti fram ofan í sundlaug. Watsusérfræðingurinn dregur mann um í vatninu, fettir og brettir en lætur vatnið algerlega um nuddið. Ferlið tekur um 90 mínútur en okkur fannst báðum að þær liðu allt of hratt.
Soundbed (hljóðrúmið) var næst á dagskrá okkar en þar liggur maður á trébekk sem er í raun harpa. Þarna liggur maður svo í klukkutíma og nýtur þess að komast í djúpslökun með hjálp þægilegs titrings (good vibrations) frá hljóðfærinu.
Síðasta dekrið fór ég einn í, nudd. Það voru 90 mínútur af dekri og pyntingum í bland. Upphitunin var verst því þá togaði gaurinn svo í hárin á löppunum á mér að ég er enn að jafna mig. Nuddarinn náði ansi djúpt í marga vöðvana og náði ég að sofna undir lokin. Þótti þetta samt síðsti dekurliðurinn.
Af þessum þremur dekrum sem við prófuðum fær Watsu meðferðin toppeinkunn. Skemmtilegt er frá því að segja að sumarið 2002 í barnalauginni í Laugardal höfðum við Ásdís fundið upp ákveðna slökunaraðferð sem líkist einföldu Watsui svo við höfum í raun leitað í þetta lengi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli