laugardagur, 8. apríl 2006

Græna áherslan

Það byrjaði allt með draumi. Einu broti úr draumi meira að segja. Seint á árinu 2004 dreymdi mig draum: Ég var klædd í græna peysu og mér leið vel í grænu peysunni. Svo vel að þegar ég losaði svefn ákvað ég að kaupa mér græna peysu. Ég gerði það nokkrum mánuðum síðar, mín fyrstu meðvituðu litakaup.

Í afmælisgjöf það árið fékk ég afskaplega fallegt grænt sjal frá mömmu og ljósgrænan/túrkisbláan klút frá Gry - alltaf streymdi grænt til mín. Ég ákvað síðan þegar nýtt ár gekk í garð að taka þessari ábendingu eða hvað þetta var, og klæða umhvefi mitt og mig sjálfa grænu.Svo ég ákvað að kaupa mér græna skipulagsmöppu, ég fór að máta grænar peysur og keypti.

Þegar við keyptum nýtt innbú í Kaupmannahöfn fékk litadýrð að ráða för og græna litinn má nú sjá í sófasettinu, mynd upp á vegg, púða og að sjálfsögðu plöntunum okkar.

Ég uppfærði líka heimasíðuna okkar í september í fyrra og hvaða snið varð fyrir valinu? Græna sniðið. Það var allt ómeðvitað. Merkilegt.

Engin ummæli: