Í gær keyptum við flugmiða heim!
Við fljúgum 21. nóvember frá Bangkok til Stokkhólms með Kuwait Airways, millilent í Kuwait og Frankfurt. Við stoppum viku í Stokkhólmi, fyrst og fremst til að heimsækja elskulegu froskafjölskylduna sem þar býr, en einnig til að versla. Ef mér reiknast rétt til þá er stutt í jólin í nóvemberlok og því tilvalið að versla nokkrar jólagjafir og kannski kíkja í eins og eina H&M, mér hefur verið tjáð að þar séu seld vetrarplögg eins og úlfur og velltingar sem eiga víst að verja mann gegn einhverju sem kallast kuldaboli.
Frá Stokkhólmi fljúgum við heim þann 28. nóvember með hinu umdeilda Iceland Air og er lending 15:30 í Keflavík. Þar með verðum við endanlega komin heim, eða í það minnsta til eins árs, og ætti það að duga til að heilsa upp á nokkra kærkomna ættingja og vini, fara í labbitúr í úlfum og velltingum í kuldabola og upplifa bjartar sumarnætur.
Þó að ferðin sé langt frá því að vera á enda komin finnst mér skrýtið að hugsa til þess að hún komi til með að enda. Mér finnst bæði stutt og langt síðan við keyptum flugmiðana til Indlands og ég man að þá gerði maður ekki ráð fyrir að það myndi nokkurn tímann koma að þeim degi að maður keypti sér flugmiða heim, það myndi nefnilega þýða að ferðin ætti sér endalok.
Í dag er ég hins vegar mjög sátt við að vera komin með flugmiðana í hendurnar því allt fer á besta veg: við eigum enn inni rúmlega tveggja mánaða ferðalag, við ætlum að heimsækja Stokkhólm í fyrsta sinn og heilsa upp á nýtt sponn og við eyðum jólunum heima. Ég gæti ekki verið sáttari :o)
3 ummæli:
Elskurnar mína mikið verður nú gamann að sjá ykkur heima, og ég vona að restin á flakki ykkar verði jafn góð og það sem af er.
Eigið þið ánægjulega næstu tvo mánuði.
Ykkar.
Stjáni
Verið svo dugleg að skrifa !!!
VIð hlökkum til að fá ykkur til Stokkhólms!
Ó takk elsku Kristjánar, bæði fyrir góðar kveðjur og einnig fyrir falleg orð í okkar garð :D
Já, Stjáni, við skulum vera dugleg að skrifa, þú ert hér með orðinn okkar dyggasti (eða í það minnsta næst dyggasti) lesandi og okkur er heiður af því að verða við bón þinni :o)
Síðast en ekki síst: við hlökkum ekkert smá að koma til Stokkhólms, að sjálfsögðu!
Skrifa ummæli