miðvikudagur, 17. október 2007

Einn dag enn

Það ætlar að verða erfitt fyrir okkur skötuhjúin að rífa okkur frá Luang Prabang, enda yndislegur staður. Í gærdag sögðum við: Við förum á morgun! Í gærkvöldi var hins vegar kominn aðeins annar tónn í okkur: Sénsinn bensinn, við förum ekki fet! Þetta er í þriðja sinn sem flóttaáætlunin misheppnast en eins og máltækið segir: Allt er þegar þrennt er!

Þetta er eitthvað svo voðalega þægilegur lítill bær og svo verður að segjast eins og er að eftir allt þetta flakk um Asíu þá er maður ekki alveg jafn þyrstur og þegar lagt var af stað frá Bangalore. Gírinn verður allur hægari en það finnst mér persónulega betra.

Stundum hugsa ég um hve erfitt það verði að yfirgefa Asíu og þá sérstaklega í ljósi þess að við getum varla rifið okkur frá einum fallegum smábæ í Laos. Ástæða þess að ég leiði hugann að þessu er einföld, flugmiðar frá Asíu eru dagsettir 21. nóvember og mér finnst allt of stutt í það!

3 ummæli:

Unknown sagði...

Jamm... skammdegið í kexverxmiðjunni verður miklu léttbærara ykkur eftir þessa Asíuferð, held ég! Asía fer ekki langt, og hún er heldur ekki langt í burtu...

baldur sagði...

Ég held að skammdegið verði hreinlega kærkomin tilbreyting og rétt er að Asía fer ekki langt. Svo er líka ljúft að hugsa til alls góða fólksins heima og ekki síst þar sem því fjölgar 5.12. :)

Unknown sagði...

RIGHT!
tel dagana!