miðvikudagur, 3. október 2012
Berjaskyrís
Hér er uppskrift að frábærum og hollum ís: skyrís með jarðar- og bláberjum. Jömmí!
Hugmyndin og fyrirmyndin kemur frá Huldu, eina sem ég gerði var að áætla hlutföll og grömm, því Hulda eldar eftir hjartanu, og það kom alveg frábærlega út. Það er sko hægt að gæða sér á þessum ís með góðri samvisku, vitandi að maður er að með flotta næringu á tungubroddinum.
Ég læt ísvélina um kraftaverkin í þessari uppskrift en ef ísvél fyrirfinnst ekki á heimilinu má líka frysta ísinn í boxi í sólarhring og skella svo í blandara. Jafnvel gæti verið sniðugt að frysta í klakaboxi eða einhverju álíka smáu, til að auðvelda blandaranum vinnuna.
Innihald:
100 g döðlur
100 g jarðarber
50 g bláber
500 g hreint skyr
100 ml rjómi
smá hlynsíróp eða agave
smá vanillu bourbon
smá skvetta af sítrónusafa
Hvernig:
Það er gott ráð að leggja döðlurnar í bleyti í 10-20 mín. svo blandarinn ráði betur við þær. Hakka þær fyrst, bæta síðan út í jarðarberjum og bláberjum og ef blandarinn ræður illa við það má alltaf setja smá rjóma og sítrónusafa til að auðvelda honum verkið. Því næst skyr í skömmtum, restin af rjómanum, hlynsírópið, vanillan og eitthvað af sítrónusafa (smakkið til).
Þegar hræran er orðin mjúk og áferðarfalleg er henni hellt í ísvélina og áður en maður veit er ísinn tilbúinn, loftkenndur og mjúkur.
Yummy yummy yummy I've got love in my tummy!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli