fimmtudagur, 4. október 2012

Shutter Ísland innblástur



Hér að ofan er stuttmynd sem ég get horf á aftur og aftur. Sagan á bak við stuttmyndina er að nú í sumar komu félagarnir Iwan og Raphael, eða Team Nine, í heimsókn til Íslands, tóku ljósmyndir og myndskeið, komu heim og klipptum svo saman í þessa mögnuðu stuttmynd sem þeir kalla Shutter Ísland.

Ég verð að deila þessu hér á síðunni, ekki síst sjálfri mér til hvatningar og innblásturs. Að geta séð heiminn í þessu ljósi, náð því sjónarhorni/heimssýn á mynd og klippt svo saman í þennan dásamlega afrakstur. Vá!

Ég er allavega komin með eitthvað til að stefna að, það vantar ekki.

Engin ummæli: