


Þetta er eins einföld uppskrift og þær gerast, og holl eftir því. Sjáið bara hvað fer mikið flotterí í kúlurnar:
Innihald:
2 troðfullir dl af döðlum
1 dl kókosolía
½ bolli kakó
2,5 dl kókosmjöl
2 msk agave sýróp
Hvernig:
Leggum döðlurnar í bleyti í 10-20 mín og setjum kókosolíuna í heitt vatnsbað til að fá á fljótandi form. Maukum döðlurnar mjög vel í blandara eða með töfrasprota. Því næst er döðlumaukið sett í skál og við það hrærum við saman avagesýrópi, kakói og kókosolíu. Að síðustu er kókosmjölinu bætt út í og hrært vel.
Síðasta skrefið er að móta litlar kúlur úr deiginu (gott að nota teskeið) og rúlla þeim upp úr kókosmjöli. Setja í fallegt og skrautlegt box og inn í frysti þar sem þær geymast vel en þó aldrei lengi því þær eru svo ljúffengar.
Ef þetta er ekki sælgæti þá veit ég ekki hvað!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli