laugardagur, 6. október 2012

Ljósaskipti

Grótta í ljósaskiptum

Svona getur þessi árstíð verið falleg!

 Ég fór í hjólatúr út á Gróttu rétt fyrir ljósaskiptin um daginn og tyllti mér á bekk til að njóta útsýnis og ölduniðs.

Litirnir voru mergjaðir og litla Sony myndavélin í snjallsímanum er svo öflug að hún nær þessum skörpu litum haustsólarlagsins.

Ég tók líka nokkur vídjó og er að hugsa um að klippa saman í hugleiðslumyndband. Senda það svo út í heiminn til að hafa sín róandi og heilandi áhrif. Gott plan, ekki satt?

Engin ummæli: