þriðjudagur, 9. október 2012

Í bakgarðinum

Af svölum svefnherbergisins sé ég beint ofan í bakgarðinn okkar, eða port, hvort heldur maður kýs. Ég held að þar sé ábyggilega gaman að vera, ef maður er köttur!

Allavega er ein marmelaðikisa alltaf að sniglast þar og þegar það rignir hímir hún undir runnunum og lætur laufin um að skýla sér. Ég veit ekki hvað hún hyggst geta þegar laufin hafa öll safnast til feðra sinna, kannski hún grafi sig í fönn.

En það er meira en bara kisulóra í bakgarðinum, það eru strá og himinn og tré og litir. Og lífið finnst þar líka.

Það vantar sárlega mynd af lady marmalade í þessa færslu, verð að setja það efst á gátlistann minn. Við erum nefnilega ágætisvinkonur, hún stoppar alltaf og sest þegar ég hóa í hana. Horfir svo á mig og spyr með veiðihárunum: Hvað viltu?

Portið í bakgarðinum
 
Stráin í bakgarðinum
 
Stráin í bakgarðinum
 
Stráin í bakgarðinum
 
Himininn í bakgarðinum
 
Himininn í bakgarðinum

Engin ummæli: