föstudagur, 15. mars 2013

Lúxushummus

Við erum enn að ganga á kjúklingabaunaforðann frysta. Í dag bjó ég til hummus upp úr sjálfri mér, studdist reyndar við grunn að hummus sem ég hafði gert áður með sýrðum rjóma, en svo hætti ég að vilja fylgja þeirri uppskrift og tók að hrista ofan í matvinnsluvélina ýmsar mixtúrur, soldið nornalegt, og úr varð æðislegur, flöffí, mjúkur og góður hummus. Jömmí!

NB: til að tryggja flöffíleika hummusins er mikilvægt að baunirnar hafi verið vel undirbúar (lagðar lengi í bleyti + vel soðnar) svo þær hafi náð sem mestu vökva inn í sig og mýkst upp. Sjá leiðbeingar hér.

Það er varla að  maður vilji deila þessu, á maður ekki að fara fyrir einhverja nefnd og fá einkaleyfi? Æ, það er svo mikið vesen, og mun skemmtilegra að senda uppskriftina út í heiminn. Þá er ég líka líklegri til að muna eftir henni!

Ok, on y va!

HVAÐ
250 g kjúklingabaunir
1 tsk hvítlaukssalt
1 msk sýrður rjómi
1/2 dl ólívuolía
2 tsk sítrónusafi
dass af þurrkaðri papríku
dass af þurrkuðum rauðum pipar (mildum)
dass af tamarí sósu
svartur pipar

HVERNIG
Ef baunirnar koma beint úr frysti: leggja þær í djúpa skál, hella yfir þær sjóðandi vatni og leyfa að standa í 5 mínútur áður en vatninu er hellt af.

Blanda öllu saman í matvinnsluvélinni og svo smakka sig áfram með þurrkuðu papríkuna og tamarí sósuna. Mér finnst gott að hafa aðeins meira en minna af henni því þá verður hummusinn saltari, en hér er þó um ákveðinn gull veg að ræða sem best er að feta varlega.

Þessi hummus er æðislegur ofan á hrökkbrauð eða sem dýfa fyrir grænmeti. Hollur, trefjaríkur, ríkur af próteini og lífsgleði!

Lúxushummus
 
Untitled
 
Untitled

Engin ummæli: