þriðjudagur, 26. mars 2013

Sældin í tilverunni

Brunch á Bergsson mathúsi

Humar og sniglar á Forréttabarnum

Pekanpie á Forréttabarnum

Í gær var það síðbúinn brunch á Bergsson mathúsi, í kvöld voru það humar og sniglar á Forréttabarnum. Að ógleymdri pekanbökunni, jeminn.

Það er ekki tekið út með sældinni að vera til.

Við vorum á einhverju sunnudagsrölti um miðbæinn í gær. Kíktum inn á Landromat, tékkuðum á brönsmatseðli þeirra. Fórum aftur út. Kíktum inn á Bergsson mathús. Kíktum á brönsmatseðilinn þeirra. Settumst niður og höfðum það notó.

Rut amma hefði átt afmæli í dag. Hefði orðið 96 ára. Þess vegna fórum við í fylgd nokkurra úr ættinni á Forréttabarinn. Til hamingju með daginn!

Ég verð að læra að baka svona pekanböku. Æ annars, kannski ekki svo viturlegt.

Engin ummæli: