mánudagur, 10. febrúar 2014

Helgarpistillinn

Við fórum í smá bæjarferð þessa helgina. Við keyptum okkur strætókort í síðasta mánuði (#þvílíkurlúxus! #bæbæhjól #sæjonaraGulsetbrekka) og síðan þá erum við búin að njóta þess að rúnta um í hlýjum vagninum. Svo föttuðum við að við gætum heimsótt nágrannabæinn Porsgrunn ef við kærðum okkur um, en því nenntum við aldrei á hjólunum.
 
Aðalaðdráttaraflið í Porsgrunn fyrir okkur voru súpermarkaðirnir Coop Extra og ICA. Við verslun iðullega í hverfisversluninni okkar og þurfum að gera okkur að góðu takmarkað úrvalið þar. En hér! Svo mikið til! Við vorum eins og krakkar í dótabúð, enda komum við heim með poppvél.
 
Þegar við snerum heim úr leiðangrinum hafði snjóað uppá Gulset. Við sporuðum út þennan nýfallna snjó og fórum inn að búa til baunaborgara. Skiptum kjúklingabaunum út fyrir adukibaunir og þeir urðu geggjaðir.
 
Poppuðum síðan í nýju vélinni og köfnuðum næstum þegar þurrt poppið festist í hálsinum. Meira smjör, pottþétt meira smjör.

Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Blue Steel í búðinni
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Hvað sagði ég ekki? Úrval!
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Lompur & lefsur
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Smurðar lefsur og kakómjólk
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Rósir fyrir mæðradag
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Gulset
 
Fótspor á jörðu
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Baunabuff í verkun
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Adukibaunabuff
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Aðeins að kíkja í vinnuna
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Lítil en öflug
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Grískar ólívur
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)
 
Myndir helgarinnar (8.-9. feb)

Ofnbakað chili spagettí

Engin ummæli: