miðvikudagur, 12. febrúar 2014

Wall of Inspiration

Wall of Inspiration

Í byrjun vikunnar fylltist ég innblæstri og kláraði að setja saman þennan innblástursvegg. Viðeigandi að gera það á degi sem maður er innblásinn!

Þar sem við sóttum jógakennaranámið í Goa í Indlandi (Brahmani Yoga) var að finna stóra töflu sem stóð rétt fyrir utan anddyri aðaljógasalarins. Þar hafði stofnandinn, Julie Martin, sett upp myndir og tilvitnanir sem henni þóttu innblásandi, okkur hinum til uppörvunar. Það voru margar stundirnar þar sem ég var alveg útkeyrð eftir hitann, æfingarnar og áskoranir dagsins svo oft rataði ég að þessari töflu. Stóð þá og horfði og leitaði mér uppörvunar.

Ofan við þessa töflu stóð Wall of Inspiration, eða Veggur innblásturs. Ég hef sjálf verið að safna saman tilvitnunum sem mér finnast hvetjandi og minna mig á hvað mig skiptir máli og hvert ég vil stefna. Ég ákvað að útbúa minn eiginn Wall of Inspiration.

Ég prentaði út af Pinterest myndir og tilvitnanir sem töluðu til mín, auk þess sem ég útbjó nokkrar tilvitnanir sjálf. Prentaði þær síðan út, klippti og límdi á blöð. Hengdi upp, tók skref til baka og virti fyrir mér dagsverkið.

Innblástur og uppörvun. Á veggnum mínum. Eins og að hafa áttavita í höndunum og klappstýru mér við hlið.

Wall of Inspiration
 
Wall of Inspiration
 
Wall of Inspiration
 
Wall of Inspiration
 
Wall of Inspiration

Engin ummæli: