föstudagur, 18. apríl 2014

Komin í sveitina

Hér í Bretaníusveit er vorið langt á veg komið. Rétt við húsið er gulur akur repjublóma, öll tré eru laufguð, öll grasstrá sprottin, kirsuberjablómin útsprungin og beljurnar eru á beit úti á túni.

Eitt fyrsta verk okkar var að fara í matvörubúðina, Carrefour, því það er bara svo að matvörubúðir eru okkar uppáhaldsbúðir. Maður fær góða innsýn í líf og menningu landsins og yfirleitt finnur maður eitthvað nýtt og/eða framandlegt. Til marks um það fundum við fjólubláar kartöflur í græmetisdeildinni sem við bara urðum að prófa. Höfðum þær í hádegismat í gær og þær voru góðar.

Í dag er Föstudagurinn langi en hjá Frökkum er venjuleg vinnuvika. Við ætlum að nota daginn til að fara að versla í íþróttarisanum Decathlon.

Í sveitinni Í sveitinni Í sveitinni Untitled Í sveitinni Í sveitinni Fjólubláar kartöflur

Engin ummæli: