miðvikudagur, 12. júní 2002

Ferðalög

Nú er kominn sá tími árs sem Íslendingar leggjast í ferðalög. Við Baldur erum Íslendingar og ætlum því að leggja upp í nokkur ferðalög þetta sumarið. Planið er að reyna að sjá sem mest af landinu enda verður þetta víst seinasta sumarið í bili á fróni.

Fyrsta ferðalag sumarsins verður farið næstu helgi. Hvert stefnan verður tekin er síðan annar handleggur því ekki höfur við enn gert neitt ferðaplan eins og í fyrra. Ætli það sé ekki best að kíkja á gamla planið, sjá hvert við fórum, hvað við eigum eftir og plana síðan út frá því?

Í tilefni þess að Ísland verði landið sem við sækjum heim þetta sumar fórum við í gær á stúfana og keyptum okkur Íslandskort. Við létum ekki staðar numið þar heldum fórum við rakleitt niður í túristamiðstöðina í Bankastræti og birgðum okkur upp af bæklingum. Taskan stútfylltist og ég sé fram á að það taki sinn tíma að renna í gegnum þetta lesefni. Við þurfum að öllum líkindum að grúfa okkur yfir nýja kortið og rína í bæjarnöfn og staðarheiti til að vita hvert okkur langar.

Hvað um það, næstu helgi verður við einhversstaðar út í sveit í tjaldi, með prímus að sötra te.