Ég hef látið hjá líða að skrifa um atburði liðinna daga sem er synd því hver dagur hefur verið öðrum skemmtilegri.
Á föstudaginn förum við Baldur til að mynda til pabba eins og við höfum gert undanfarna svona hundrað föstudaga til að gæða okkur á pizzu. Nema í þessu tilviki var slíkt ekki á döfinni enda ég búin að ákveða að elda ofan í mannskapinn ítalska grænmetissúpu sem er algjört lostæti (uppskriftina má finna í matreiðslubókinni okkar hér á netinu).
Andri var eins og venjulega búinn að loka sig af inn í herbergi á fullu að lesa undir þessi inntökupróf í læknisfræðinni. Við þá tilhugsun sætti ég mig fullkomlega við minn hlut og undi mér vel í eldhúsinu við að saxa niður grænmetið sem þarf í súpuna. Á meðan skutust pabbi og Baldur niðrí vinnu pabba, Baldur þurfti nebbla að staðfesta bókun á gistingu í London (jei!).
Þrátt fyrir að brósi hafi látið sig vanta tókst mér að plata Sigrúnu kærustu hans til að smakka og allir virtust ægilega ánægðir með súpuna. Pabbi sagðist einfaldlega ekki geta hætt að borða og það rifjaði upp fyrir mér eitthvað sem Óli afi sagði víst oft í denn: Ég vildi að ég væri búinn að borða, farinn að sofa, vaknaður og aftur byrjaður að borða!
Jæja, nóg um þessa súpu því ég iða í skinninu eftir að lýsa laugardeginum, útskriftardeginum góða. Nú, nú við Balduro mio fórum í sund til að slaka smá á fyrir athöfnina og telja í okkur kjark til að mæta. Þegar til kastanna kom var þetta þó hvergi nándar nærri eins slæmt og mér hafði verið tjáð né það sem mbl.is gaf í skyn.
Athöfnin var tæplega tveir og hálfur tími, sem þýðir að hún var á undan áætlun og mér leiddist satt að segja ekki neitt fyrr en undir lokin þegar rektor virtist aldrei ætla að ljúka máli sínu. Ég verð að viðurkenna að ég varð pínu taugastrekkt að standa uppi á sviði frammi fyrir mörg hundruð manns til að fá skírteinið afhent en það tók svo fljótt af að fiðrildið í maganum komst aldrei á flug.
Ég var nú ekki ein um að vera útskrifst þennan dag (779 stykki munið!), Heiddi vinur Baldurs kláraði BS í eðlisfræði og Tinna hans Óla Þórs frænda kláraði jarðeðlisfræði. Ég hins vegar kláraði BA í mannfræði og er því orðin að mannfræðingi. Og gerið það fyrir mig að rugla því ekki saman við sálfræði og segja sposk á svip: Nú, mannfræðingur, ætlarðu þá að sálgreina mig?
Að athöfninni lokinni fórum við Baldur með mömmu og Sigga út að borða á veitingastaðinn Á næstu grösum. Um kvöldið kíktum við tvö síðan í bíó á myndina En la puta vida sem mér þótti ansi góð, þó helst fyrir það að fjalla um hliðar hnattvæðingarinnar sem ég hef nokkurn áhuga á.
Á leiðinni heim úr bíóinu sáum við svo dýrðlegt sólarlag að við gátum ekki fengið okkur til að fara heim strax. Við mundum þá að það voru sumarsólstöður svo við brunuðum út á Gróttu til að upplifa herlegheitin. Við vorum greinilega ekki ein um þessa hugdettu því þarna voru heilu fjölskyldurnar í hjólatúr með hunda sína auk fjölda kærustupara. Einstaklega viðeigandi endir á góðum degi.
P.s. Frá atburðum sunnudagsins greini ég frá síðar.
mánudagur, 23. júní 2003
fimmtudagur, 19. júní 2003
Brautskráning
Nú styttist í að ég brautskráist frá HÍ þar sem ég lauk BA náminu nú í vor. Ég hef fengið að heyra alls kyns hryllingssögur af þessari athöfn, m.a. að hún geti tekið allt að fimm tímum, að þetta sé óbærilega leiðinlegt og að það sé svo heitt að ekki sé líft þarna inni nema á nærbuxunum. Ég ætla ekki að útskrifast á nærbuxunum svo ég býst fastlega við að kafna. Þá hefur mér verið ráðlagt að mæta með bók, ef ekki bara bækur.
En svo ég tali í alvöru þá leiddi ég þetta að mestu hjá mér og lagði lítinn trúnað í slíkar ýkur. Nú hins vegar er ég orðin verulega kvíðin því ég las þetta á mbl.is:
Stærsta brautskráning HÍ
Alls munu 779 kandídatar útskrifast frá Háskóla Íslands næstkomandi laugardag. Þetta er stærsti hópur sem brautskráðst hefur frá skólanum. Athöfnin fer fram í Laugardalshöll. Flestir útskrifast úr félagsvísindadeild, eða 210, en 113 útskrifast úr verkfræðideild. Hvorug deildanna hefur áður brautskráð svo marga að vori. Úr heimspekideild útskrifast 113, 141 úr heilbrigðisgreinum, 91 úr viðskipta- og hagfræðideild og 87 úr raungreinadeild. Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem útskrifast. Þær eru 497, eða tæplega 64%, en karlar einungis 282, eða rúmlega 36%. Aldrei fyrr hefur munurinn verið jafnmikill. Karlar eru þó mun fleiri í útskriftarhópi verkfræðideildar, eða 87. Konurnar eru 26.
Munurinn á kynjunum er langmestur í hjúkrunarfræðideild. Þar útskrifast 77 konur en enginn karl. Úr heimspekideild verða 72 konur brautskráðar en 28 karlar og frá félagsvísindadeild útskrifast 150 konur og 60 karlar.
Vegna mikillar fjölgunar brautskráninga í júní-útskrift Háskóla Íslands hefur umræða skapast um það hvort leita þurfi að stærra húsnæði en Laugardalshöll til þess að hýsa athöfnina. Búast má við að húsfyllir verði á laugardag. Á síðustu árum hefur nokkuð verið kvartað yfir þrengslum og hita og eru þess dæmi að fólk hafi fallið í yfirlið.
Ó, mig auma :(
En svo ég tali í alvöru þá leiddi ég þetta að mestu hjá mér og lagði lítinn trúnað í slíkar ýkur. Nú hins vegar er ég orðin verulega kvíðin því ég las þetta á mbl.is:
Stærsta brautskráning HÍ
Alls munu 779 kandídatar útskrifast frá Háskóla Íslands næstkomandi laugardag. Þetta er stærsti hópur sem brautskráðst hefur frá skólanum. Athöfnin fer fram í Laugardalshöll. Flestir útskrifast úr félagsvísindadeild, eða 210, en 113 útskrifast úr verkfræðideild. Hvorug deildanna hefur áður brautskráð svo marga að vori. Úr heimspekideild útskrifast 113, 141 úr heilbrigðisgreinum, 91 úr viðskipta- og hagfræðideild og 87 úr raungreinadeild. Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem útskrifast. Þær eru 497, eða tæplega 64%, en karlar einungis 282, eða rúmlega 36%. Aldrei fyrr hefur munurinn verið jafnmikill. Karlar eru þó mun fleiri í útskriftarhópi verkfræðideildar, eða 87. Konurnar eru 26.
Munurinn á kynjunum er langmestur í hjúkrunarfræðideild. Þar útskrifast 77 konur en enginn karl. Úr heimspekideild verða 72 konur brautskráðar en 28 karlar og frá félagsvísindadeild útskrifast 150 konur og 60 karlar.
Vegna mikillar fjölgunar brautskráninga í júní-útskrift Háskóla Íslands hefur umræða skapast um það hvort leita þurfi að stærra húsnæði en Laugardalshöll til þess að hýsa athöfnina. Búast má við að húsfyllir verði á laugardag. Á síðustu árum hefur nokkuð verið kvartað yfir þrengslum og hita og eru þess dæmi að fólk hafi fallið í yfirlið.
Ó, mig auma :(
fimmtudagur, 12. júní 2003
Þúsund eikur
Í vinnunni þarf ég mikið að vinna með forritið EndNote sem geymir helstu upplýsingar um bækur og greinar sem maður er að vinna með. Þetta forrit auðveldar manni alveg svakalega vinnuna þegar kemur að greinaskrifum þar sem maður þarf aldrei sjálfur að skrifa aftur og aftur tilvitnanir eins og t.d. (Bowser, 1995).
Eina sem maður þarf að gera er að fara inn í þetta forrit og velja þá bók, grein, kafla eða hvaða heimild sem vitnað er í og þá kemur sjálfkrafa tilvísun. Rúsínan í pylsuendanum er að maður þarf síðan ekkert að vesenast við að búa til heimildaskrá sjálfur því EndNote sér um það fyrir mann þegar maður hefur lagt lokahönd á greinina sína.
Unnur Dís (sem ég vinn hjá) á alveg fullt af bókum og það hefur komið í minn hlut, sem aðstoðarmaður hennar, að taka hverja og eina bók og skrá hana nákvæmlega inní EndNote forritið. Þar koma fram upplýsingar eins og t.d. höfundur, titill, ritstjóri, útgáfuár, blaðsíðutal, útgáfufyrirtæki og síðast en ekki síst borg útgáfufyrirtækisins.
Og þá er ég komin að því sem mig langaði virkilega að tala um, þ.e. eina ákveðna borg. Flest þau útgáfufyrirtæki sem ég hef rekið augun í hafa útibú sín víðs vegar um heiminn og London er ansi vinsæl. Sú borg sem ég hef þó nokkru sinnum rekist á er borgin Thousand Oaks, sem útlagst gæti sem borg hinna þúsund eika.
Ef það er eitthvað sem heillar mig þá er það nafnið á þessari borg og er ég staðráðin í að heimsækja hana í framtíðinni.
Eina sem maður þarf að gera er að fara inn í þetta forrit og velja þá bók, grein, kafla eða hvaða heimild sem vitnað er í og þá kemur sjálfkrafa tilvísun. Rúsínan í pylsuendanum er að maður þarf síðan ekkert að vesenast við að búa til heimildaskrá sjálfur því EndNote sér um það fyrir mann þegar maður hefur lagt lokahönd á greinina sína.
Unnur Dís (sem ég vinn hjá) á alveg fullt af bókum og það hefur komið í minn hlut, sem aðstoðarmaður hennar, að taka hverja og eina bók og skrá hana nákvæmlega inní EndNote forritið. Þar koma fram upplýsingar eins og t.d. höfundur, titill, ritstjóri, útgáfuár, blaðsíðutal, útgáfufyrirtæki og síðast en ekki síst borg útgáfufyrirtækisins.
Og þá er ég komin að því sem mig langaði virkilega að tala um, þ.e. eina ákveðna borg. Flest þau útgáfufyrirtæki sem ég hef rekið augun í hafa útibú sín víðs vegar um heiminn og London er ansi vinsæl. Sú borg sem ég hef þó nokkru sinnum rekist á er borgin Thousand Oaks, sem útlagst gæti sem borg hinna þúsund eika.
Ef það er eitthvað sem heillar mig þá er það nafnið á þessari borg og er ég staðráðin í að heimsækja hana í framtíðinni.
sunnudagur, 8. júní 2003
Nota bene
Ég vil bara vekja athygli á einu hér ef ske kynni að einhver hafi misskilið færsluna hér að neðan. Sumarfríið verður ekki á netinu ef einhverjum skyldi hafa dottið það í hug og vísa ég þar í orð mín "fyrir sumarfríið okkar á netinu." Við einfaldlega keyptum flugmiðana í gegnum netið. Ha, maður getur verið svo skemmtilega ruglaður.
föstudagur, 6. júní 2003
Sumarfríið skipulagt
Í gærkvöldi keyptum við flugmiðana fyrir sumarfríið okkar á netinu. Það tók okkur lengri tíma en við bjuggumst við að kaupa miðana þar sem við erum svo rosalega vandvirka og samviskusöm að við vorum alltaf að tvítékka og sjá hvort allt væri ekki í ordnung.
Svo þurfti ég auðvitað að lesa öll plögg um hin ýmsu skilyrði og reglur flugfélaganna svo vel að Baldur sagði að ég ætti að gerast lögfræðingur. Mér líst reyndar ekkert svo illa á þá hugmynd :)
Þetta gerðum við tvisvar því við þurftum að kaupa flugmiða á tveimur stöðum, frá Keflavík til London með Iceland Express og síðan frá London til Dinard í Frakklandi með Ryanair.
Þetta verður ansi gott og langt frí; við ætlum að vera fimm nætur í London og síðan einhverjar tvær vikur á Bretagne skaganum. Ég er ansi hrædd um að þetta verði hið ljúfa líf.
Svo þurfti ég auðvitað að lesa öll plögg um hin ýmsu skilyrði og reglur flugfélaganna svo vel að Baldur sagði að ég ætti að gerast lögfræðingur. Mér líst reyndar ekkert svo illa á þá hugmynd :)
Þetta gerðum við tvisvar því við þurftum að kaupa flugmiða á tveimur stöðum, frá Keflavík til London með Iceland Express og síðan frá London til Dinard í Frakklandi með Ryanair.
Þetta verður ansi gott og langt frí; við ætlum að vera fimm nætur í London og síðan einhverjar tvær vikur á Bretagne skaganum. Ég er ansi hrædd um að þetta verði hið ljúfa líf.
fimmtudagur, 5. júní 2003
Fáliðuð kröfuganga gæsa á hraðferð
Fyrir skömmu var borinn í hús bæklingur frá ÍSÍ um hreyfingu fyrir almenning. Eftir að hafa skoðað bæklinginn ákváðum við Ásdís að skella okkur í kraftgöngu sem við gerðum strax klukkan sjö í morgun.
Göngutúrinn tók okkur um hálftíma og var þessi hálftími drulluerfiður en þrælskemmtilegur enda líktumst við líklega fáliðaðri kröfugöngu gæsa á hraðferð. Ég mæli eindregið með þessu kraftgangelsi fyrir þá sem eru að pæla í að koma sér í form á ódýran hátt án þess þó að skaða hnén.
Göngutúrinn tók okkur um hálftíma og var þessi hálftími drulluerfiður en þrælskemmtilegur enda líktumst við líklega fáliðaðri kröfugöngu gæsa á hraðferð. Ég mæli eindregið með þessu kraftgangelsi fyrir þá sem eru að pæla í að koma sér í form á ódýran hátt án þess þó að skaða hnén.
þriðjudagur, 3. júní 2003
Hjólatúr í blíðviðri
Úr varð á sunnudaginn að við fórum í hjólatúr enda veðrið dásamlegt og ekki hægt að eyða drjúgum hluta dagsins inn í bíl að keyra Hvalfjörðinni, sama hversu fallegur hann getur verið í sól og sumari. Við pökkuðum léttu nesti, fórum í okkar sumarlegustu föt sem voru annars vegar pils og hins vegar stuttbuxur. Þið megið giska hvort okkar var í hverju :)
Við þurftum reyndar að byrja á því að fara með hjólið mitt á bensínstöðina og pumpa í dekkin og smyrja keðjuna og bremsurnar. Ég varð að sætta mig við að hjólið mitt sem ég keypti í Flórída eftir fermingu er ekki lengur eins splunkunýtt og ég hef fram að þessu haldið fram. Það er t.d. óhemjuþungt svo það er engin furða að ég hef verið rög við að stíga á það.
Ég fór nokkra prufuhringi á hjólinu áður en ferðin hófst þar sem ég hef ekki brúkað hjólið núna í tæp tvö ár. Það gekk fremur brösulega þar sem bremsan festist alltaf eða þá að hjólið gíraði sig upp og niður af sjálfu sér. Baldur, sá herramaður sem hann er, tók ekki annað í mál en að ég fengi hans hjól og hann færi á mitt. Og ég, eins tækifærissinnuð og ég er, sagði bara já takk og hjólaði ánægð á brott.
Ferðinni var fyrst heitið til Nauthólsvíkur þar sem við lágum og flatmöguðum á ströndinni í stutta stund. Okkur leiddist hins vegar ógurlega svo við tókum bara hjólin og fórum upp í Öskjuhlíð þar sem við fundum fullt af sætum lundum og skoðuðum Strók.
Ferðin lá síðan að Fossvogskirkjugarði þar sem við fórum að leiðum ættingja okkar. Eftir það héldum við að Fossvogsdal og hjóluðum hann endilangan og enduðum við Elliðaárnar þar sem við pikknikkuðum við Ullarfoss og Þvottaklöpp ef ég man þessi staðarheiti rétt.
Þegar þar var komið sögu var hjólatúrinn búinn að standa í tæpa fimm tíma svo við brunuðum heim af krafti sem ég vissi ekki að við ættum eftir. Allra skemmtilegast var að bruna niður Digranesheiði. Ferðinni lauk síðan í garðinum okkar í Hrauntungunni. Sem sagt frábær dagur.
Við þurftum reyndar að byrja á því að fara með hjólið mitt á bensínstöðina og pumpa í dekkin og smyrja keðjuna og bremsurnar. Ég varð að sætta mig við að hjólið mitt sem ég keypti í Flórída eftir fermingu er ekki lengur eins splunkunýtt og ég hef fram að þessu haldið fram. Það er t.d. óhemjuþungt svo það er engin furða að ég hef verið rög við að stíga á það.
Ég fór nokkra prufuhringi á hjólinu áður en ferðin hófst þar sem ég hef ekki brúkað hjólið núna í tæp tvö ár. Það gekk fremur brösulega þar sem bremsan festist alltaf eða þá að hjólið gíraði sig upp og niður af sjálfu sér. Baldur, sá herramaður sem hann er, tók ekki annað í mál en að ég fengi hans hjól og hann færi á mitt. Og ég, eins tækifærissinnuð og ég er, sagði bara já takk og hjólaði ánægð á brott.
Ferðinni var fyrst heitið til Nauthólsvíkur þar sem við lágum og flatmöguðum á ströndinni í stutta stund. Okkur leiddist hins vegar ógurlega svo við tókum bara hjólin og fórum upp í Öskjuhlíð þar sem við fundum fullt af sætum lundum og skoðuðum Strók.
Ferðin lá síðan að Fossvogskirkjugarði þar sem við fórum að leiðum ættingja okkar. Eftir það héldum við að Fossvogsdal og hjóluðum hann endilangan og enduðum við Elliðaárnar þar sem við pikknikkuðum við Ullarfoss og Þvottaklöpp ef ég man þessi staðarheiti rétt.
Þegar þar var komið sögu var hjólatúrinn búinn að standa í tæpa fimm tíma svo við brunuðum heim af krafti sem ég vissi ekki að við ættum eftir. Allra skemmtilegast var að bruna niður Digranesheiði. Ferðinni lauk síðan í garðinum okkar í Hrauntungunni. Sem sagt frábær dagur.
sunnudagur, 1. júní 2003
Útivist og engiferöl
Helgin fram að þessu hefur verið alveg frábær og mér hefur svo sannarlega tekist að vinda ofan af mér margra mánaða þreytu og stressi. Veðrið í gær, skúr og skýjað, fór afskaplega vel í mig, svo vel að ég kom heilmiklu í verk.
Ég lagði til að mynda í að fara niður í Kringlu og þar fann ég mér föt til útskriftarinnar (sem ég er annars farin að kvíða nokkuð þar sem ég hef heyrt hryllingssögur á borð við að athöfnin geti tekið allt að fimm tímum!).
Þegar við komum heim í Kópavoginn okkar röltum við niður á hlaupabraut og hlupum/skokkuðum/gengum dágóðan spotta. Eftir það var haldið í sund og farið eina 500 m. Ég var óskaplega stolt af mér því ég fór 75 m. flugsund þrátt fyrir að vera uppgefin. Það þarf nefnilega soddan sprengikraft til að synda flugsund eða fiðrildasund eins og enskumælandi menn kalla það. Verðlaunin fyrir þessa hreyfingu og útivist voru heldur ekki af verri endanum, engiferöl og karamellusnakk :)
Þegar við vöknuðum í morgun var þessi líka veðurblíðan. Við vorum með tvenn plön í gangi fyrir daginn í dag, 1. ef rigning: bíltúr upp á Akranes og sund þar eða 2. ef sól: hjólatúr niður á Seltjarnarnes og síðan í Nauthólsvík og pikknikk þar.
Við virðumst hins vegar hafa fengið smá mix af hvoru tveggja svo ég veit ekki alveg hvernig við snúum okkur í þessu. Kannski maður blandi þessu aðeins, keyri niður í Nauthólsvík og taki sundsprett þar (burrr, líst ekki vel á það), keyri upp á Akranes og pikknikki á ströndinni þar eða hjóli upp á Akranes og fari í sund þar. Mér líst verst á síðasta liðinn.
Ég lagði til að mynda í að fara niður í Kringlu og þar fann ég mér föt til útskriftarinnar (sem ég er annars farin að kvíða nokkuð þar sem ég hef heyrt hryllingssögur á borð við að athöfnin geti tekið allt að fimm tímum!).
Þegar við komum heim í Kópavoginn okkar röltum við niður á hlaupabraut og hlupum/skokkuðum/gengum dágóðan spotta. Eftir það var haldið í sund og farið eina 500 m. Ég var óskaplega stolt af mér því ég fór 75 m. flugsund þrátt fyrir að vera uppgefin. Það þarf nefnilega soddan sprengikraft til að synda flugsund eða fiðrildasund eins og enskumælandi menn kalla það. Verðlaunin fyrir þessa hreyfingu og útivist voru heldur ekki af verri endanum, engiferöl og karamellusnakk :)
Þegar við vöknuðum í morgun var þessi líka veðurblíðan. Við vorum með tvenn plön í gangi fyrir daginn í dag, 1. ef rigning: bíltúr upp á Akranes og sund þar eða 2. ef sól: hjólatúr niður á Seltjarnarnes og síðan í Nauthólsvík og pikknikk þar.
Við virðumst hins vegar hafa fengið smá mix af hvoru tveggja svo ég veit ekki alveg hvernig við snúum okkur í þessu. Kannski maður blandi þessu aðeins, keyri niður í Nauthólsvík og taki sundsprett þar (burrr, líst ekki vel á það), keyri upp á Akranes og pikknikki á ströndinni þar eða hjóli upp á Akranes og fari í sund þar. Mér líst verst á síðasta liðinn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)