Í blíðviðri gærdagsins átti sér stað mikill íþróttaviðburður. Hann tók u.þ.b. 90 mínútur og ég var alveg búinn á eftir. Við drifum okkur í Breiðholtslaugina og tókum skemmtilega sundæfingu. Æfingin samanstóð af 90 mínútna frjálsri upphitun í letipottinum þar sem ég náði meira að segja að dotta. Eftir þessa miklu æfingu nenntum við ekki að teygja en það kom ekki að sök ég finn ekki neinar harðsperrur, líklega af því að ég er svo vanur sundmaður.