fimmtudagur, 27. nóvember 2003

Þjófstartað

Ég er nú meiri púkinn. Ég sagðist ætla að koma við upp í Odda á leið minni heim frá Bókhlöðunni svo við Baldur gætum verið samferða heim. Í staðinn arkaði ég bara beint heim og setti upp litla, míni jólaseríu. Já, ég veit ég ætlaði að bíða þar til á morgun en ég bara gat það ekki!

Ég setti litla, sæta, rauða seríu á eldhúsinnréttinguna og nú rauðglóir eldhúsið í skammdeginu. Mjög kósý. Nú er bara að sjá hvað Baldri finnst, hann veit nefnilega ekki af þessu þjófstarti mínu ennþá. Ætli hann sé tilbúinn að fara í jólaskap eins og ég?