laugardagur, 30. apríl 2005
Í sólkskinsskapi
Ég held mér gangi vel að vera 26 ára. Undanfarna daga hef ég eytt miklum tíma í kennslubækur í ýmsum viðskiptagreinum og sé fram á að halda því áfram. Það vill svo skemmtilega til að ég hef mjög gaman af slíkum bókum þ.a. næstu tvær vikur ættu að vera ansi skemmtilegar. Þið sem hafið msn-ið mitt megið búast við að það verði stillt á busy á þeim tíma.
þriðjudagur, 26. apríl 2005
Amli
Í fréttum er þetta helst: Í gær var ég 25 ára, í dag er ég ekki 25 ára, í dag er ég 26 ára. Vá, en gaman! Allar fyrirsagnirnar á þessum virta fréttavef fjalla um mig og einmitt á afmælisdaginn minn! Ætli þetta sé tilviljun? Ég kýs að trúa að svo sé ekki.
sunnudagur, 24. apríl 2005
Bíó
Tvo síðustu daga hef ég endað með því að fara á kvikmyndahátíðina. Í fyrrakvöld bauð Ásdís mér á Beautiful Boxer og í gærkvöldi bauð pabbi mér á Darkness. Myndirnar eru báðar mjög góðar en eiga ekki aðra hluti sameiginlega. Ég mæli með þeim báðum.
fimmtudagur, 21. apríl 2005
Gleðilegt sumar allir saman!
Já nú þýðir ekkert annað en að taka fram sandalana og strandmottuna, eða ekki :Þ Að minnsta kosti þýðir ekkert að vera á þessum fábjánalegu nagladekkjum út um allt, burt með þau. Það er kominn tími fyrir sumarskap og hreint loft.
miðvikudagur, 20. apríl 2005
Verkefnaskilum lokið
Í gær skilaði ég síðasta verkefni annarinnar inn og hélt fyrirlestur um það. Þvílíkt gott að vera laus við alla verkefnavinnu auk þess sem kennslan er líka búin. Ahhhh, þá byrjar bara hinn ljúfi próflestur.
mánudagur, 18. apríl 2005
Gleðifréttir
Í dag barst mér bréf frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn sem sagði að ég gæti stundað nám þar námsárið 2005-2006. Jibbíííí! Þá er bara að vona að maður fái svipað bréf varðandi íbúðamálin fljótlega strax í gær (hehe).
sunnudagur, 17. apríl 2005
Föndur
Já, ég hef hlustað nánast stöðugt á Hjálmana síðan síðast var bloggað. Í dag var ég að fínísera ritgerð í nýsköpun og vöruþróun. Í fíníseringum fólst meðal annars að finna myndir og rakst ég þá á verk eftir snillinginn Mark Tansey. Ef einhver lesenda minn vill kynna sér hann betur er hægt að kíkja neðst á þessa síðu.
Þessa dagana er annars nokkuð þétt dagskrá enda þrammar prófatíðin í einhverja garða. Það er alltaf ákveðin stemning sem grípur háskólaumhverfið í þessu ágæta amstri, svolítið eins og smitandi einbeiting/vinnubrjálæði grípi um sig. Það finnst mér gaman.
Þessa dagana er annars nokkuð þétt dagskrá enda þrammar prófatíðin í einhverja garða. Það er alltaf ákveðin stemning sem grípur háskólaumhverfið í þessu ágæta amstri, svolítið eins og smitandi einbeiting/vinnubrjálæði grípi um sig. Það finnst mér gaman.
sunnudagur, 10. apríl 2005
tja...
Mæli eindregið með reggíhljómsveitinni Hjálmum. Ef einhvern langar að fá smá sálaryl þá er gott að smella þeim á fóninn. Ef þið viljið tóndæmi skulið þið smella hér.
Fyrirsögnin er sett inn til að hrekkja leikara sem mér finnst vera ansi sniðugur. Kíkið bara á myndskeiðin sem hann er með þarna, þau eru frábær.
Fyrirsögnin er sett inn til að hrekkja leikara sem mér finnst vera ansi sniðugur. Kíkið bara á myndskeiðin sem hann er með þarna, þau eru frábær.
þriðjudagur, 5. apríl 2005
Grunsemdir knýja dyra
Í gær bauð pabbi okkur og froskunum út að borða á ban thai. Það var rosagott og svakasterkt. Í morgun flugu froskarnir svo yfir hafið til Lundúna á leið sinni í Sápuóperuland. Ég hef áðurnefnd froskdýr grunuð um að hafa tekið heldur meira með en nauðsynlegt var, nefnilega góða veðrið. Áðan þegar ég kvaddi Þjóðarbókhlöðuna vissi ég að ég hefði verið lengi en ekki að ég hefði misst af sumrinu...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)