laugardagur, 18. júní 2005

17. júní

Í morgun gengum við frá Hólavallakirkjugarði niður á Austurvöll og fylgdumst með setningu hátíðarhalda dagsins með tilheyrandi ræðum og tónlistaratriðum. Þegar það allt var búið hittum við ansi skemmtilegan mann frá Isle of Man. Hann hafði meðferðis þjóðfána Manxverja og fræddi okkur heilmikið um land og þjóð. Síðan var gengið um hátíðarsvæðið í allan dag, sólin sleikt og svo legið á Arnarhóli undir dillandi tónlist fram á kvöld.

Engin ummæli: