sunnudagur, 12. júní 2005

Rusl og illgresi í miðborginni

Á fimmtudaginn hætti ég á lagernum, mætti á síðustu námskeiðin hjá Vinnuskólanum og byrjaði að vinna úti á föstudaginn. Ég vinn í Kvosinni sem er svæðið í kringum Tjörnina. Það mættu nú bara fjórir til mín á fyrsta degi en ég á von á fleirum á mánudag. Það er mjög gaman að vera þarna niðri við Tjörnina innan um sætu andarungana auk þess sem maður rekst á fullt af skemmtilegu fólki.

Engin ummæli: