laugardagur, 4. júní 2005

Kvöld í Hveró

Í gærkvöldi drifum við okkur á tónleika í Hveragerðiskirkju hjá ekki ómerkari hljómsveit heldur en sjálfum Hjálmum. Ég hef hlustað þónokkuð á diskinn sem Hjálmar gáfu út á dögunum en að vera svona á staðnum og upplifa grúvið er alveg rosalega gaman, auk þess sem þéttleiki hljómsveitarinnar skilar sér rosalega vel live. Þeir spiluðu lög af plötunni, ný lög auk þess sem þeir tóku sögu úr sveitinni eftir meistara Megas. Það kom ótrúlega vel út að bæta öflugum reggíryþma við verk meistarans. Upphitari á tónleikunum var Helgi Valur Ásgeirsson trúbador og var hann fantagóður og ég spái því að þjóðin eigi eftir að heyra meira í honum. Það fylgdi sögunni að móðir hans hefði farið á Dylan-tónleika á meðgöngunni og er ég ekki frá því að það hafi verið heillaráð.

Engin ummæli: