Í gær útskrifaðist Stella Soffía systir mín og er hún nú orðin bókmenntafræðingur. Í korti til hennar skrifaði ég: Kæri bókmenntafræðingur til hamingju með að vera Stella Soffía.
Í tilefni af þessu bauð pabbi henni og okkur á Jómfrúna og snæddum við þar dýrindismat. Ekki slæm upphitun að fara á danska smurbrauðsstofu svona mánuði fyrir brottför okkar til Danaveldis.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli