Ekki hefur mikið verið bloggað að undanförnu þó ýmislegt hafi verið brallað enda eru blogg og brall sitthvor hluturinn. Undanfarið höfum við stússað mikið í kringum flutningana til Danmerkur og erum við núna að reka smiðshöggið á það sem fer í gám á eftir.
Á sunnudaginn bauð Pétur afi okkur í mat og svignaði borðið undan indverskum kræsingum. Í þann mund sem matmálum lauk bar froska þá er við net eru kenndir að garði og var mikil gleði á bænum. Þó nokkrir hrekkir voru viðhafðir og eru upptök þeirra með öllu ókunn þó svo að máltækið, ungur nemur - gamall temur, þyki varpa ljósi á atburði kvöldsins.
þriðjudagur, 19. júlí 2005
miðvikudagur, 6. júlí 2005
Allt að gerast
Gærdagurinn var einstaklega ánægjulegur fyrir okkur skötuhjú. Við undirrituðum leigusamning fyrir íbúð í Kaupmannahöfn og sendum hann af stað, greiddum fyrirframleigu og tryggingar og keyptum flugmiðana til Danaveldis.
Við fljúgum út þann 1. ágúst sem er vel að merkja frídagur verslunarmanna og það sem meira er, dagurinn rennur upp eftir rétt rúmar þrjár vikur! Það mætti ljúga því að mér að nú væri rétti tíminn fyrir panik þar sem heilt fjall af verkefnum stendur frammi fyrir okkur.
Ég get þó huggað mig við að gærdagurinn var líka ánægjulegur kassalega séð þar sem við erum nú búin að pakka niður í átta kassa. Ætli ég hendi ekki einhverju í kassa 9 og 10 núna svo gátlistinn fari eitthvað að styttast.
Við fljúgum út þann 1. ágúst sem er vel að merkja frídagur verslunarmanna og það sem meira er, dagurinn rennur upp eftir rétt rúmar þrjár vikur! Það mætti ljúga því að mér að nú væri rétti tíminn fyrir panik þar sem heilt fjall af verkefnum stendur frammi fyrir okkur.
Ég get þó huggað mig við að gærdagurinn var líka ánægjulegur kassalega séð þar sem við erum nú búin að pakka niður í átta kassa. Ætli ég hendi ekki einhverju í kassa 9 og 10 núna svo gátlistinn fari eitthvað að styttast.
þriðjudagur, 5. júlí 2005
Jæja þá
Þessa dagana stendur yfir undirbúningur Danmerkurreisu og fórum við í gegnum fataskápa heimilisins í dag með góðum árangri. Vinnan gengur sinn vanagang og er óneitanlega skemmtilegra að hamast í arfanum í fallegu veðri eins og var í dag.
föstudagur, 1. júlí 2005
Óskin rættist
Ég minntist á það fyrir skömmu að í Öskjuhlíðinni myndu kanínuungar vonandi koma í staðinn fyrir andarungana við Tjörnina. Í vinnunni í dag og á heimleiðinni rættist rækilega úr því og ekki var það ein kanína heldur fimm og þar af nokkrir ungar. Það má vera að fólk hafi ólíkar skoðanir á þessum dýrum en það er óumdeilanleg staðreynd að þær eru sætar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)