Fyrir fjórum árum vorum við Ásdís að túristast hér í Kaupmannahöfn og vorum á tjaldstæði í Rødovre sem heitir Absalon Camping. Í dag lögðum við land undir hjól og heimsóttum tjaldstæðið til að athuga hvort fjarlægðin gerði fjöllin blá eða hvort þau væru bara bleik eða eitthvað.
Við lögðum af stað héðan í svona-alltílagi-veðri en komumst að því að Absalon Camping er, eins og í minningunni, sólríkur og hlýr staður. Heimsóknin tókst með afbrigðum vel og öllum að óvörum drógum við fram frisbídisk og létum öllum illum látum, príluðum í trjám, vógum salt og ég veit ekki hvað og hvað.
1 ummæli:
"og öllum að óvörum drógum við fram frisbídisk" - tíhí.
Skrifa ummæli