Í dag gerðum við svolítið sem hvorugt okkar hefur nokkurn tímann á ævinni gert áður. Við keyptum okkur ódýrt dönskunámsskeið: sjónvarp og dvd-spilara. Ég man eftir skemmtilegri konu sem kallaði græjur af þessu tagi musteri heimilisins.
Þegar við vorum búin að setja musterið upp og tengja það við orkustöðvar sínar komumst við að því að við vorum ekki bara með ríkisstöðvarnar heldur nokkra tugi af alls konar stöðvum, dönskum, sænskum, norskum, þýskum, frönskum, enskum og amerískum. Þetta er líka í fyrsta skipti sem sem við höfum margar stöðvar og heitir þetta víst kabeltv meðal heimamanna.
Við horfðum á fræðsluþætti á Animal Planet, National Geographic og Discovery, allt með dönskum texta. Þó ber að varast textann því stundum ráfar maður inn á norsku eða sænsku stöðvarnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli