Nú er ég byrjaður að mæta í flotta skólann minn. Um þessar mundir stendur yfir ákveðin undirbúningsvika fyrir skiptinema. Hér eru allraþjóða kvikindi og hefur mér þegar tekist að kynnast nokkrum t.d. frá Svíþjóð, Þýskalandi, Ítalíu, Argentínu, Bandaríkjunum, Spáni og Tælandi. Þess ber að geta að mötuneytin í skólanum eru mjög góð og verðlagið sérdeilis sanngjarnt svo ekki þarf að hafa áhyggjur af sulti. Hér má skoða
myndir af skólanum mínum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli