Já nú eru kögglarnir Baldur og Ásdís búin að finna sér fastan dvalarstað fyrir utan lögheimilið. Í dag mættum við í fyrsta skipti saman í gymmið og keyptum okkur kort. Þess ber að geta að valið var langt frá því að vera handahófskennt þar sem ég hef stundað ákveðnar vettvangsrannsóknir meðan Ásdís var á dönskunámskeiði.
Ég hef skoðað allnokkrar stöðvar hér í grenndinni og bar þessi af hvað varðar staðsetningu og aðstöðu, hún var reyndar sú langlangbesta. Stöðin er á tveimur hæðum og er neðri hæðin eins og sniðin að okkar þörfum, gúmmímottur um öll gólf, fullt af stöngum, lóðum og handlóðum.
Æfing dagsins var nú svona almenns eðlis og meira notuð til að kynnast gymminu og ná grúvinu á staðnum. Grúvið reyndist vera í góðu lagi og lóðin voru þung þ.a. við erum þrælsátt. Ekki spillir að kortin okkar eru einhvers konar stúdentakort og gilda í allar Hard Work stöðvarnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli