Jæja, þá er komið að skýrslunni. Nú erum við flutt til Danmerkur og búin að koma okkur fyrir. Ferðin hingað gekk eins og í góðri lygasögu að því undanskyldu að okkur hefur ekki tekist að koma kveðjum til Margrétar Þórhildar eins og við vorum beðin um. Maður verður þá bara að notast við Andfax 3000 MasterFx+ hugskeytagræjuna sem allir eru víst með innbyggða.
Við erum rosalega ánægð með íbúðina og staðsetninguna, strætó stoppar beint fyrir utan, grænmetissalar á báða bóga, ódýrir veitingastaðir úti um allt og matvöruverslanir svo langt sem augað eygir.
1 ummæli:
Minnispunktur: Þessari færslu var póstað á "rauntíma", hinar færslurnar í kring komust ekki á netið fyrr en síðar.
Skrifa ummæli