föstudagur, 5. ágúst 2005

Heimilisbakstur

Síðan kassarnir komu höfum við verið upptekin að taka upp úr þeim og gleðjast yfir innihaldi þeirra. Hver hefði trúað því hve gaman það er að taka dagblöð utan af leirtaui og finna því sinn stað í eldhúsinnréttingunni? Eða brjóta saman handklæði og sængurföt og velta fyrir sér hvar best sé að koma því fyrir?

Nú erum við búin að taka upp úr öllum kössunum og íbúðin er ekki bara orðin heimilislegri, hún er orðin okkar heimili með okkar smáhlutum sem við þekkjum og finnst gott að hafa í kringum okkur.

Í dag ákvað ég svo að stíga skrefið til fulls og beita einu besta vopni hreiðurgerðar: bakstri. Að baka gefur manni tilfinningu fyrir eldhúsinu og færir heimilinu dýrindis ilm. Bananabrauðið var ekki aðeins gagnlegt vopn í hreiðurgerðinni heldur einnig gómsætt miðdegissnarl með smjöri og osti.

Ásdís og Baldur - baka ekki vandræði, baka bara heimili :)

Engin ummæli: