fimmtudagur, 13. október 2005

Howdy!

Það á nú ekki af okkur að ganga í tölvumálum! Það er komið á hreint að heimilið verður nettengt þann 28. þessa mánaðar en skömmu eftir að þær fréttir bárust í hús ákvað heimilistölvan að springa. Margir segja að tölvan sé þarfasti þjónninn en áður fyrr þegar hross gegndu því hlutverki sprungu þau stundum þegar þau voru ofreynd, samanber í Skúlaskeiði. Þegar tölvan sprakk var það þó aðeins öðruvísi. Í fyrsta lagi er hún ekki gömul, í öðru lagi var hún í rólegri word vinnslu og í þriðja lagi kom hvellur og hitalykt. Ég er nánast pottþéttur á að þarna hafi aflgjafinn gefið sig og vona að allt annað sé í lagi.

Það þýðir samt ekki að við séum tölvulaus því Acer ferðatölvan sem við keyptum gallaða fyrir mánuði kom heim í gær og er í fínu formi. Það mál var nú alveg kostulegt og ætla ég ekki að útlista því í smáatriðum en til að gefa lesendum hugmynd þá skrifuðum við okkar bréf á ensku en fengum aðeins svör á þýsku. Það vildi okkur til happs að Kristján Derrick gat leyst málið að vanda.

Að öðru og ótölvutengdu. Á mánudaginn tók ég lokapróf í Neoclassical Consumption Theory and Economic Psychology. Þetta var mjög skemmtilegur kúrs og var gaman að fá sálfræðihliðina inn í efni sem ég hafði kynnst með öðrum áherslum heima. Prófið var á ensku og verð ég að segja að mér finnst mjög þægilegt að taka þannig próf.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottastur!