fimmtudagur, 1. desember 2005

Kaldar jakdyr

Einhverjum kann að finnast þetta óskiljanleg fyrirsögn og lái ég þeim það ekki. Ég varð nefnilega alveg hvummsa þegar ég rak augun í orðið jakdyr rétt í þessu á tölvuskjánum mínum. Ég hefði samt ekki átt að verða svo hissa því ég skrifaði það niður sjálf og er því í raun formóðir orðsins.

Ég var sem sagt að reyna að skrifa orðið kaldur en staðsetti hægri hönd einum staf of langt til vinstri á lyklaborðinu. Þegar maður svo vélritar orðið kaldur í þessari stöðu fær maður út hið skemmtilega nýyrði jakdyr. Hverskonar dyr ætli það séu?

3 ummæli:

baldur sagði...

Ég held að þarna sé á ferðinni stytting á samsetta orðinu beljakadyradómur og gæti frekar átt við í talmáli ungs fólks en langa útgáfan.

Beljaki er, eins og alþjóð veit, maður mikill vexti og sterklegur en dyradómur er samheiti yfir fleipur. Fleipur þýða samkvæmt íslenskri orðabók: blaður, ótímabært mas, staðlausir stafir.

Það má því segja að jakdyr séu ótímabært mas eða blaður einhvers kraftakarls.

ásdís maría sagði...

Svona eins og Baldurs kannski? harhar

baldur sagði...

Áttu við að kenningin að ofan sé ekkert annað en fleipur? Já og þakka þér fyrir hólið :)

Annars er maður svo písí að auðveldlega mætti heimfæra orðið á kraftmiklar snótir og þarmeð væri hægt að segja: Eins og Ásdís kannski? tíhí