Ég skilaði stóru janúarritgerðinni í dag, þessari sem ég ætla að vinna einn af kenningarköflum MA ritgerðarinnar uppúr. Þar sem ég kem til með að fjalla um kenningar um félagsleg tengslanet innflytjenda í MA ritgerðinni ákvað ég að það skyldi einnig vera viðfangsefni þessarar ritgerðar.
Ritgerðin er hvorki meira né minna en 20 alþjóðlegar einingar en það samsvarar 10 einingum við HÍ. Vinnan sem fór í hana jafnaðist þó hvergi á við tíu eininga vinnu þó svo ég hafi unnið fram á nótt við að leggja lokahönd á hana. Ég er því annað hvort í djúpum skít eða einingahimnaríki, allt eftir því hvort ég nái eða ekki.
Ég þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því í bili, niðurstöður koma ekki í hús fyrr en eftir 2-3 vikur. Ég hugsa því að ég verðlauni mig með því að slappa af yfir myndinni The Gods Must Be Crazy í kvöld. Það er reyndar orðið svolítið síðan ég sá hana síðast en ef ég man rétt þá var á henni ákveðinn Charlie Chaplin ljómi sem ég stenst engan veginn.
1 ummæli:
Einingahimnaríki reyndist það vera :0)
Skrifa ummæli