laugardagur, 14. janúar 2006

Hvolfgangnabruninn

Er að hlusta á diskinn Funeral með hljómsveitinni The Arcade Fire. Kynntist þessari hljómsveit í heimsókn á heimili Froskanna og þykir mér hún alveg stórmerkileg. Stíllinn er í þeim dúr að erfitt er að lýsa með orðum. Lögin eru margslungin, skipta um grunntakt og stef eftir köflum, söngurinn er líka skemmtilegur. Mæli með því að sem flestir tékki á þessu bandi.

3 ummæli:

ásdís maría sagði...

Ég held ég eigi auðveldara með að bera fram paraskevidekatriaphobia heldur en orðið hvol-gang-na-brun-inn :)

baldur sagði...

Þá er ábyggilegt að þú ert ekki föstudagsþrettándahrædd :o)

Nafnlaus sagði...

Gaman að þið skuluð fíla Arcade Fire. Þeir eru náttúrulega alveg frábær hljómsveit.