Kveikjan að þessari færslu var að stundum segir fólk að lífið sé dans á rósum. Í flestum tilfellum er fólk að reyna að segja á háfleygan máta að lífið sé ljúft og að hlutirnir gangi vel. Tel ég að um augljósa vitleysu sé að ræða því málsháttur nokkur segir að engin sé rós án þyrna. Hvað er líka dans á rósum annað en þyrnum stráð leið?
Þegar fólk segir að leiðin sé stráð þyrnum á það þá við að lífið sé dans á rósum? Kannski segir það að lífið sé dans á rósum þegar leiðin er þyrnum stráð? Kannski er þetta fólkið sem tvistar til að gleyma. Ef svo er þá gengur það vel.
3 ummæli:
Ha ha ha. Geðveikt góð færsla. Hversu gaman væri að lifa ef engar væru áskoranirnar? Ég held að þyrnarnir séu jafn nauðsinlegir og rósarblöðin. Allt er jú gott í hófi.
Þar hefurðu sannarlega rétt fyrir þér! Lífið er semsagt í raun og sann dans á rósum hjá velflestum því oftast eru þyrnarnir og blöðin í fyrirframákveðnu jafnvægi.
Gæti verið að málsháttarhöfundur hafi hreinlega átt við að maður ætti að vanda sig við lífið til þess að njóta þess. Líkt og maður getur notið þess að dansa á rósum ef maður passar sig bara hvar maður stígur og vandar sig í hverju skrefi.
Verð að leggja orð í belg enda málið skylt. Á latínu "Sub rosa " vegna þess að þegar rómverjar ætluð að segja eitthvað sem allir máttu ekki skilja fóru þeir í rósagarðinn en garðaarkitektúrinn var sérstakur og klassíkur svo að þetta festist að lokum við og menn sögðu sub rosa án þess að fara út í rósagarðinn.
Líka á latínu "Nulla rosa sine spine" Engin rós án þyrna. En án þyrna er ekkert skemmtilegt og lífið bragðlaust. Þó að þyrnar séu á rósum er leiðin ekki þyrnum stráð því að rósirnar eru fallegar það er einungis átt við að maður þarf að vinna fyrir hlutunum og vera varkár.Hvers virði er að fá allt fyrirhafarlaust og læra ekki að vara sig. Þannig er nú lífið þó allir taki ekki eftir því strax .Hins vegar ef leiðin er þyrnum stráð þá eru engar rósir bara þyrnar! Blæbrigðamunur!
Rós
Skrifa ummæli