Ég hef að undanförnu verið að taka til í tölvunni og rakst ég um daginn á nokkrar óbirtar bloggfærslur. Um er að ræða færslur sem ég skrifaði 2003-2004 í NotePad sem uppkast en síðan virðist ég hafa gleymt þeim og því hafa þær aldrei náð inn á síðuna okkar. Þessar færslur gera lítið gagn inn á tölvunni svo ég hef ákveðið að birta þær núna.
Færslurnar eru fjórar:
Seinasta próf BA námsins (2003)
Þúsund eikur (2003)
Af bein- og sjálfskiptingum (2003)
Erindi og ný aðstaða (2004)
Ég hafði mjög gaman af því að finna færslurnar en ég vona þó að ég lumi ekki á fleirum sem hafa gleymst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli