Já nú er komið sumar og allt það góða sem því fylgir. Dagurinn byrjaði samt ekki sérlega sumarlega að mínu mati, bara svona grár. En jafnt og þétt varð hann sumarlegur t.d. rigndi inn sumarkveðjum í tölvupóstinn auk þess sem mamma og pabbi skæpuðu sumarið inn.
Áður en ég vissi af höfðu gráu skýin kíkt á vaktatöflurnar sínar og fattað að í dag væri hinn helgi hvíldardagur grárra skýja. Sólin mætti í staðinn geislandi og glaðleg og þóttu mér skiptin góð.
Í tilefni dagsins og veðurblíðunnar spásseruðum við niður að Nørrebro og ekki höfðum við spásserað lengi þegar ég sé allt í einu heldur betur kunnuglegt andlit. Það var Hreiðar, vinur minn úr viðskiptafræðinni, ásamt konu sinni Elísabetu. Eftir stutt spjall kom í ljós að við erum nágrannar og er ráðgert að fara yfir til þeirra í kvöldkaffi við fyrsta tækifæri.
2 ummæli:
Til lykke med dagen!
Danke :o)
Skrifa ummæli