Við Baldur erum á leið á AIESEC ráðstefnu á morgun. Lagt verður af stað eldsnemma í fyrramálið með krökkunum úr UNIC (það er deildin okkar innan AIESEC).
Ráðstefnan stendur yfir alla helgina og dagskráin er þétt. Það stefnir sem sagt í mikla vinnuhelgi hjá okkur skötuhjúum. Meðal efnis á dagskrá eru umræður um ímynd AIESEC, hvatningarræður, útivist, global village og gala kvöld. Spennó.
Á gala kvöldinu ber að vera fínn í tauinu og þar sem mín tók fátt af fínu með sér út til Köben var farin sérferð fyrr í dag í leit að hentugum gala klæðnaði. Ótrúlegt en satt þá fann ég fínan og sumarlegan kjól og smart hælaskó við og það allt hér í næsta nágrenni.
Við komum svo heim seint á sunnudagskvöldið. Það fyndna er að við vitum ekkert hvert við erum að fara, bara það að við erum að fara til Suður-Jótlands og að rútuferðin þangað tekur fimm tíma, úff.
2 ummæli:
Nú erum við búin að athuga það og heitir staðurinn Kliplev og er í Aabenraa. Víííííí...
Kliplev! Uha!
God rejse!
Skrifa ummæli