Í gær skruppum við Ásdís niður í Kongens Have, röltum þar um í leit að hentugum frisbívelli. Heyrðum þá hrópað kunnuglegt orð: Baldööör. Reyndist það vera Judy, kanadísk vinkona okkar úr AIESEC.
Frísbíáformum var frestað að sinni og spjall á rólegum stað í garðinum tekið fram yfir. Ekki var veðrið neitt í líkingu við undangengna hitabylgju svo eftir nokkra stund urðum við öll að standa upp og hreyfa okkur til hita. Fyrir valinu urðu jógaæfingin Stólinn og príl í fallegu tré.
Næst á dagskrá var gríski veitingastaðurinn Samos þar sem við áttum stefnumót við Þjóðverjana Jens (vin minn úr CBS), Jörg og Dominique. Staðurinn var mjög góður og ekki spillti verðlagið. Öll skelltum við okkur á hlaðborðið þar sem í boði var forréttur, aðalréttur og eftirréttur fyrir litlar DKK 39.
Mikið var spjallað og bar á góma að bandarískur Budweiser væri bjór HM í fótbolta í Berlín 2006. Ég spurði Þjóðverjana hvað þeim fyndist um þetta, vitandi að áðurnefnd tegund flokkast ekki undir bjór í heimalandi þeirra, Jörg varð þá að orði: Drinking Budweiser is like having sex in a canoe. It's fucking close to water. Svona brandarar eru mér að skapi.
Rauði ránsfengurinn Rómantískir apar Klifurtréð (svífandi blómaengi)Rosenborg Slot
1 ummæli:
Já, mér fannst þetta ansi smellin skrýtla :0)
Skrifa ummæli