föstudagur, 22. september 2006

Vores sidste fyraften

Loksins rann upp síðasti vinnudagurinn. Við mættum í morgun til vinnu, vösk og kát að vanda. Tilhlökkunin yfir væntanlegum vinnulokum var mjög mikil hjá mér enda komin með alveg nóg af arfahreinsun í bili. Tilhugsunin um að eiga aðeins eftir að fagna því einu sinni í viðbót að fyraften væri skollið á hélt mér alveg gangandi yfir daginn.

Ég veit að vinnudagur Baldurs var í rólegri kantinum þar sem Shosh og Andreas vildu að hann ynni sem minnst og verði deginum þeim mun frekar í almennan kjaftagang. Við Tina tókum deginum líka rólega og ég hætti tímanlega til að geta tekið til í skápnum mínum. Eftir að hafa kvatt samstarfsfélagana með virktum (þ.e. handabandi og faðmlögum) hjóluðum við heim frá vinnu og með í för var vitneskjan um að við þurfum ekki að hjóla aftur að Enghavevej 84 í bráð. Það var góður förunautur.

Það sem nú tekur við hjá okkur er að pakka í kassa, losna við húsgögn, skrá sig úr landinu, afhenta íbúðina og kveðja Kaupmannahöfn. En fyrst ætlum við að passa litlu skvís hana Áslaugu Eddu og það bara strax í kvöld.

Engin ummæli: