Pabbi bauð okkur skötuhjúum ásamt Andra og Snjólaugu á Ban Thai í gærkvöld. Fyrir mat var hann að segja okkur frá skemmtisiglingunni sem hann er nýkominn úr um Karíbahafi. Það var ágætisundirbúningur að hlusta á hann tala um áfallið við að sjá svona gríðarlega fátækt sem er t.d. í Belize og þeim bæjum Mexíkó sem þau heimsóttu.
Eftir mat úthlutaði hann gjafir eins og jólasveina er háttur. Baldur fékk flotta skyrtu, ég fékk margfaldan jóladisk og saman fengum við síðan minjagrip frá Belize: útskorinn bát með einni ár.
Það væri óskandi að hægt væri að sigla á honum en hann er soldið lítill svo ég er hrædd um að við spörum ekki við okkur flugfargjald til Indlands þótt báturinn sé í höfn. Ég kem ekki einu sinni stóru tá ofan í hann, hvað þá tannburstanum mínum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli