Einhvern tíma skrifaði ég um ólgusjó lífsins og tjáði Pétur frændi mér að sú pest væri góður undirbúningur fyrir Indland og í raun ekki annað en æfingabúðir.
Það reyndist hverju orði sannara því í nótt byrjaði einhver ókyrrð í maganum á mér og fór ég það oft á kamarinn að ekki tók því að fara upp í rúm aftur svo ég sat úti á verönd og las Flugdrekahlauparann á milli ferða, mjög góð bók.
Svo þegar Ásdís vaknaði las hún upphátt fyrir mig og átti ég þá hægara með að hlaupa í einu hendingskasti á kamarinn. Eins og Beggi vinur minn orðar það: Indland er frábært en það kýlir mann alltaf í magann!
3 ummæli:
Hitti Begga, hann bað að heilsa!
Svo það er ekki bara í Mexikó sem mani kítlar í magann, gott að vita. En Flugdrekahlauparinn styttir manni stundir hvort sem maður er í flugvél skýjum ofar eða á dollu í Indlandi.
geiri
Bið að heilsa Begga á móti.
Indland kítlar mann vissulega í magann og þá er sannarlega gott að hafa góða bók við höndina.
Úr því að magapestin þurfti endilega að koma þá er ég fegnastur því að hún kom ekki í lestinni á leiðinni til Goa.
Skrifa ummæli