þriðjudagur, 2. janúar 2007

Water from cock

Í morgun kom Ayurveda nuddari hótelbúðanna og spurði hvort við vildum ekki fá nudd. Þegar við sögðum honum að við treystum okkur ekki í það vegna nýliðinna veikinda tók hann að gefa okkur góð ráð við niðurgangi.

Hann mælti t.d. með því að fasta heilan dag og drekka aðeins vökva eins og svart te með sítrónu eða mjólkina úr kókoshnetu. Þetta síðastnefnda vafðist eitthvað fyrir Baldri því hann kinkaði bara undrandi kolli á meðan ég lét í ljós ánægju við tilhugsunina (enda um að ræða sætari drykk en svart te með sítrónu).

Þegar nuddarinn góði var á braut sat Baldur dágóða stund þögull og hugsi. Þegar við fórum síðan að ræða ráð nuddarins gat hann ekki orða bundist og fór að velta fyrir sér upphátt af hverju maðurinn hefði mælt með við okkur að drekka vatnið úr krananum. "Water from coconut" varð í meðförum Baldurs að "water from cock", og þó honum þætti skrýtið að ráðleggja útlendingum að drekka kranavatnið fannst honum enn skrýtnar að vísa í það sem water from cock.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl,

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt liðna

Baldur þú ferð að slá mig út!

kv. Einar Hrafn

baldur sagði...

Gleðilegt ár sömuleiðis og takk fyrir það liðna.

Ég er ansi hræddur um að þú þurfir að hafa þig allan við, ég hef nefnilega snarbætt mig á þessu sviði :)

Nafnlaus sagði...

Elskurnar! Verjið ykkur gegn mýflugum. Mýflugnabitsvörn er best.
Góa er orðið malaríusvæði.
Sænska "smittskyddsinstitut" bendir svíum á að Góa er malaríusvæði. Talið við Helga Guðbegsson ,lækni, til ráðgjafar, sími: 5851300.
Enga æsingu...
Kv. Leifur Árni , frændi.

http://www.aftonbladet.se/vss/nyheter/story/0,2789,970992,00.html

Tinnsi sagði...

Gleðilegt nýtt ár ævintýrafólk! En hvað lífið er spennandi hjá ykkur þarna á Indlandi. Vona að þið hressist fljótt og hlakka til að heyra fleiri sögur um jóga á ströndinni og önnur ævintýri.
Bestu kveðjur, Tinna